Dópaður ökumaður slasaðist á stolnum bíl

Landspítali.
Landspítali. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir klukkan 22 í gærkvöldi um umferðarslys á Krýsuvíkurvegi. Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreið sem hafnaði utanvegar á kletti.

Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild og eftir skoðun var hann fluttur handtekinn á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld ökutækis en bifreiðin sem hann ók hafði verið tilkynnt stolin fyrr um daginn.

Um 21 í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglunnar um að öryggiskerfi væri í gangi í íbúðarhúsi. Í ljós kom að reynt hafði verið að brjótast inn í húsið og unnin eignaspjöll þar.

Á fjórða tímanum í nótt stöðvaði lögreglan ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi
Landspítali háskólasjúkrahús Í Fossvogi mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert