Hefja endurgreiðslur fljótlega

Ágúst Arnar Ágústsson.
Ágúst Arnar Ágústsson. Ljósmynd/Aðsend

Trúfélagið Zuism mun hefja endurgreiðslur á sóknargjöldum til meðlima félagsins upp úr miðjum nóvembermánuði.

Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, segir í tilkynningu að umsóknarfrestur sé til 15. nóvember og stefnt sé að því að greiða tveimur dögum eftir að honum lýkur.

Haft er eftir honum í tilkynningu, að eftir langa bið og mikla baráttu sé loksins komið að því að Zúistar geti fengið endurgreiðslu á sóknargjöldum. Bent er á að félögum sé einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðarmála. Trúfélagið hafi m.a. styrkt Barnaspítala Hringsins til tækjakaupa og styrkt neyðarsjóð UNICEF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert