Þæfingsfærð á Holtavörðuheiði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Björn Jóhann

Hálka er á Mosfellsheiði og Þrengslum og eins er hálka mjög víða á Suðurlandi, einkum í uppsveitum.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er á Holtavörðuheiði, í Súgandafirði og á Þröskuldum.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Norðurlandi en þæfingsfærð er á Þverárfjalli. Éljagangur er í Skagafirði og allt austur á Langanes.

Á Austurlandi eru hálkublettir á flestum fjallvegum en greiðfært á láglendi. Greiðfært er með suðausturströndinni, segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert