„Óveðrið nálgast óðfluga“

Skilin nálgast Reykjanes eins og sjá má á þessari gervitunglamynd.
Skilin nálgast Reykjanes eins og sjá má á þessari gervitunglamynd. Mynd/Veðurstofa Íslands

„Óveðrið nálgast óðfluga,“ segir í færslu sem Veðurstofa Íslands hefur birt á facebooksíðu sinni. Þar segir ennfremur að skilin nálgist Reykjanes eins og megi sjá á meðfylgjandi gervitunglamynd frá því klukkan níu í morgun. Byrjað sé að hvessa.

Þá segir að veðrið verði í hámarki á suðvestanverðu landinu á milli 18 og 21 í kvöld. 

„Eru ekki örugglega öll trampólín og garðhúsgögn komin í skjól,“ spyr Veðurstofan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert