Stormur í aðsigi

Vindaspáin klukkan 18 í dag.
Vindaspáin klukkan 18 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Spáð er suðaustanstormi eða -roki í dag, hvassast við suðvesturströndina, á norðanverðu Snæfellsnesi og á hálendinu seinni partinn. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll víða um land og snjókomu á fjallvegum og því líkur á samgöngutruflunum.

Rjúpnaveiðifólk ætti að fylgjast sérstaklega vel með veðurspám og mun veðrið skella hratt á fyrst suðvestantil upp úr hádegi með snjókomu, en síðar slyddu eða rigningu, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Fólki er einnig bent á að ganga frá lausum munum þar sem fyrsta djúpa lægð vetrarins lætur til sín taka í dag.

Í nótt gengur í suðaustanstorm NA-lands, en lægir síðan með morgninum. Í fyrramálið er spáð hríðarveðri á Austfjörðum með talsverðri snjókomu eða slyddu um tíma, en síðan rigningu. Lægir þar og rofar til um og eftir hádegi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert