Stjórnarmyndun skýrist

Forsvarsmenn flokkanna funduðu um helgina og í ljós kemur í …
Forsvarsmenn flokkanna funduðu um helgina og í ljós kemur í dag hvort hafnar verði stjórnarmyndunarviðræður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að tilkynnt verði í dag hvort flokkarnir fjórir sem nú eiga í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum muni halda áfram þeim viðræðum.

Í umfjöllun um viðræðurnar í Morgunblaðinu í dag segir hún að stóra myndin hafi verið rædd um helgina en ekki sé búið „að hnýta neitt saman“ þegar kemur að málefnunum.

Þingflokkar allra flokkanna funduðu hver í sínu lagi í gær og virðist samhljómur meðal þingmanna flokkanna um að halda viðræðunum áfram. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að vilji sé til að halda viðræðunum áfram á ákveðnum forsendum og nefnir þrjú, fjögur mál sem þurfi að skoða betur. Hann telur að slíkt gæti skýrst í dag.

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir að málefnalegi ágreiningurinn milli flokkanna liggi líklegast í útfærslunum frekar en markmiðunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert