Íslendingur enn í haldi í Albaníu

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.
Kannabisplöntur. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenski karlmaðurinn sem var handtekinn fyr­ir smygl á kanna­bis­efn­um í Albaníu situr enn í gæsluvarðhaldi. Hann var handtekinn í lok september og situr í fangelsi í Tirana höfuðborg Albaníu. Málið er enn í rann­sókn.

Ekki er vitað hvenær ákæra verður lögð fram né hvenær málið verður tekið fyrir dómstólum. Ut­an­rík­is­ráðuneytið og ræðismaður Íslands í Alban­íu vinna að mál­inu. 

Faðir hans er á leiðinni að heimsækja hann um þessar mundir. Í síðasta mánuði fékk hann einnig heimsókn frá fjölskyldu sinni. Þá lét hann vel af sér miðað við aðstæður. Samkvæmt reglum í Albaníu á hann rétt á nokkrum heimsóknum í mánuði.     

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert