Ekki flogið yfir Jökulsá í dag

Jökulsá á Fjöllum.
Jökulsá á Fjöllum. mbl.is/Rax

Ekki er talið líklegt að flogið verði yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs en rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur farið hækkandi síðustu tvær vikur og er hærri en venjulegt er miðað við árstíma.

Jarðvísindamenn ætluðu að fá úr því skorið hver upptökin að hækkandi rafleiðni væri en áin er óvenjumórauð miðað við árstíma og jarðhitalykt af henni.

Á fundi með almannavörnun í morgun var farið yfir stöðuna en ekki er mikil breyting á rafleiðni frá því í gær. Upptök vatnsins eru enn óljós og þarf nánari greiningu gagna og vettvangsferð á svæðið. 

„Raf­leiðni­hækk­un­in var mæld bæði við vatns­hæðamæli við Upp­typp­inga og Grímsstaði. Nú­ver­andi gildi við Upp­typp­inga er 295 míkróSiem­ens/​cm sem er tvö­falt meira en eðli­legt væri fyr­ir þenn­an árs­tíma. Raf­leiðnimæl­ing­ar við Grímsstaði fylgni við mæl­ing­ar við Upp­typp­inga,“ sagði í tilkynningu Veðurstofunnar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert