Fjarðarheiði opin fyrir umferð á ný

Loka þurfti Fjarðarheiði eft­ir að drátt­ar­bíll með tengi­vagn fór að …
Loka þurfti Fjarðarheiði eft­ir að drátt­ar­bíll með tengi­vagn fór að hluta út af veg­in­um. Ljósmynd/Guðvarður Ólafsson

Búið er að opna Fjarðarheiði fyrir umferð a nýju. Þetta staðfestir lögreglan á Austfjörðum, en heiðinni var lokað í morgun eftir að dráttarbíll með tengivagn fór að hluta út af veginum á áttunda tímanum í morgun.

Engin slys urðu á fólki, en nokkuð eignatjón varð á tengivagninum, en óhappið átti sér stað efst í brekkunni, Egilsstaðamegin og hafði erfið staðsetning þau áhrif að stórir bílar komust ekki framhjá slysstað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert