Athugasemdum hafnað

Svona mun Landssímareitur ásamt Víkurgarði líta út.
Svona mun Landssímareitur ásamt Víkurgarði líta út. Tölvumynd/THG Arkitektar

Lögð var fram hjá Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar þann 29. október sl., að nýju, umsókn THG Arkitekta ehf., varðandi breytingu á deiliskipulagi Landssímareits, skv. upplýsingum frá skipulagsfulltrúanum í Reykjavík.

Breytingin felst í meginatriðum á að borgarlandinu á milli lóðanna Vallarstrætis 4 og Aðalstrætis 7 sé skipt upp á milli þeirra og lóðirnar stækkaðar sem því nemur og að leyfilegt verði að fjarlægja viðbyggingu frá 1967 við Landssímahúsið/Thorvaldsensstræti 6 og byggja hana í sömu mynd.

Fallið sé frá kröfu um að opna skuli samkvæmissal NASA út í Vallarstræti, bætt við skilmálum um bílastæði, ásamt ýmsum smærri breytingum og lagfæringum. Engar breytingar eru gerðar á stærðum og hæðum húsa og húshluta aðrar en núverandi kjallara Vallarstrætis 4 er bætt við, skv. uppdrætti THG Arkitekta ehf. Átta manns höfðu sent inn athugasemdir og Minjastofnun og Borgarsögusafn sendu inn umsagnir. Umhverfis- og skipulagsráð hafnaði athugasemdunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert