Jarðhitavatn úr Gengissigi

Á Urðarhálsi, Kverkfjöll í bakgrunni.
Á Urðarhálsi, Kverkfjöll í bakgrunni. Ljósmynd/Hrólfur Brynjarsson

Uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum er líklega í Kverkfjöllum, að mati Veðurstofu Íslands.

Ekki var hægt að kanna svæðið úr lofti í gær en vísindamenn eru að greina nánar öll aðgengileg gögn, svo sem um vatnamælingar, gervitunglamyndir, jarðskjálfta og fleira. Stefnt er að könnunarflugi í dag.

Vísindamenn hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa borið saman ratsjármyndir af norðvesturhluta Vatnajökuls, annars vegar frá 26. október og hins vegar frá 7. nóvember. Þær benda til lítilsháttar breytinga í vestanverðum Kverkfjöllum, á jarðhitasvæði í svokölluðu Gengissigi. Því til viðbótar getur Veðurstofan um það í tilkynningu að fundist hafi nokkuð sterk jarðhitalykt af ánni inni við Kverkfjallaskála á sunnudag, svipuð lykt og fundist hefur áður í tengslum við lítil vatnsskot undan jöklinum. Er því talið líklegast að aukin rafleiðni í ánni komi úr Kverkfjöllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert