Ylfingur Jónsi og Alíana Selina samþykkt í nefnd

Skírnarfontur í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn.
Skírnarfontur í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. mbl.is/Jón H. Sigurmundsson

Drengir mega nú, samkvæmt nýjum úrskurðum mannanafnanefndar sem birtir eru á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins, heita Ylfingur og Jónsi, og eins mega stúlkur bera nafnið Alíana, Alisa og Selina.

Mannanafnanefnd segir í úrskurði sínum að nafnið Ylfingur brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og er það því ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nafnið merkir, samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar, úlfsungi, en í Heimskringlu er konungs getið, Hjörvarðs að nafni, sem kallaður var Ylfingur. Þá eru þeir krakkar sem eru yngri en 12 ára og taka virkan þátt í skátastarfi einnig gjarnan kallaðir ylfingar.

Mannanafnanefnd samþykkti jafnframt eiginnafnið Aríel fyrir stúlkur, en fyrir var það á mannanafnaskrá sem karlmannsnafn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert