Borgin tekur þátt í alþjóðlegu verkefni

Frakkastígur/Skúlagata. Lóð undir hvítu bygginguna er í athugasemdaferli.
Frakkastígur/Skúlagata. Lóð undir hvítu bygginguna er í athugasemdaferli.

Borgarráð hefur samþykkt tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg taki þátt í verkefninu „Reinventing Cities“ á vegum C40 og leggi fram þrjár lóðir þar sem kallað verði eftir framúrskarandi uppbyggingarverkefnum, bæði frá sjónarmiði borgarþróunar og loftslags- og umhverfismála.

Lóðirnar sem um ræðir eru við Frakkstíg/Skúlagötu, á Ártúnshöfða og við Lágmúla 2/Suðurlandsbraut, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í greinargerð með tillögunni kemur fram að C40 séu samtök yfir 90 stórborga sem vinna saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Í þessum borgum búa yfir 650 milljónir manns og þær standi fyrir fjórðung alls fjármagns heims.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert