Mæting heldur dræm á íbúafundi

Áhugasamir fundargestir í Kópavogi.
Áhugasamir fundargestir í Kópavogi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nokkrar mjög góðar ábendingar komu fram á fundinum, en mæting hefði mátt vera betri,“ segir Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, en hún situr í vinnuhópi um nýja samgöngustefnu bæjarins.

Annar íbúafundurinn af fimm vegna væntanlegrar samgöngustefnu Kópavogs, Nýju línunnar svonefndu, var haldinn klukkan 17 í gær og fór hann fram í Álfhólsskóla.

Á fundinum voru markmið nýrrar samgöngustefnu kynnt, en við gerð hennar verða umhverfisvænar samgöngur hafðar að leiðarljósi. Að lokinni stuttri kynningu um stefnuna var óskað eftir ábendingum. Að sögn Hjördísar mættu að þessu sinni nokkrir áhugasamir hjólreiðamenn og lýsti hún yfir ánægju með athugasemdir gestanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert