Byrjað var í gær að dæla vatni í nýja útilaug sem er hluti af viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur. Útisvæðið er hæð neðar en aðkoma frá Barónsstíg, þar sem nýr afgreiðslusalur hefur verið byggður.
Einnig hefur verið byggður nýr búningsklefi kvenna og aðstaða fyrir fatlaða. Karlaklefinn sem fyrir er hefur verið lagfærður. Úr afgreiðslusalnum sést vel yfir laugarsvæðið, en við suðurmörk þess eru bæði útilefar og eimbað.
Útisvæðið, þar sem eru 25 metra laug, vaðlaug, tveir pottar og eimbað, er svo umlukt byggingum á alla vegu svo þar ætti að verða skjólgott, að því er segir í umfjöllun um nýju laugina í Morgunblaðinu í dag.