Fastagestirnir eru óþreyjufullir

„Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan.

Hann segir mikla ánægju vera með hvernig breytingarnar komi út en Sundhöllin er sögufrægt hús sem hefur sett svip sinn á borgina frá því að hún var opnuð árið 1937 og er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Því var mikilvægt að vanda til verka við breytingarnar. „Ég held að þeir sem vilja nota gömlu Sundhöllina áfram eins og hún finni ekki fyrir breytingunum nema kvenfólkið með breytingu á klefunum,“ segir Logi í samtali við mbl.is.

Í myndskeiðinu er rætt við Loga og kíkt á nýju aðstöðuna en Sundhöllin opnar að nýju eftir hádegi hinn 3. desember. VA Arkitektar hönnuðu nýju aðstöðuna en áætlaður kostnaður er 1,4 millj­arðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka