Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

Slysið varð í Víðidal.
Slysið varð í Víðidal. mbl.is/kort

Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum.

Farþegar sem ekki þurfa á læknisaðstoð að halda munu þar fá mat að borða auk sálræns stuðnings frá sjálfboðaliðum Rauða krossins.

Eins og áður hefur verið greint frá voru níu björgunarsveitir á Norðausturlandi kallaðar út eft­ir rútu­slys í Víðidal á Aust­ur­landi. Rúta ók þá aft­an á snjóruðnings­tæki en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Eg­ils­stöðum er einn slasaður, þó ekki al­var­lega. Fimm aðrir meidd­ust lít­il­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert