Sex bjóða sig fram til varaformanns KÍ

Anna María Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Heimir Björnsson, …
Anna María Gunnarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir, Heimir Björnsson, Simon Cramer og Þórunn Sif Böðvarsdóttir. Ljósmynd/ki.is

Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær, þriðjudaginn 21. nóvember. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 13. desember 2017. Nýr varaformaður KÍ tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fer í apríl á næsta ári. Þetta kemur fram á vefsíðu Kennarasambandsins

Framjóðendur eru þessir: 

  •  Anna María Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
  •  Ásthildur Lóa Þórsdóttir, grunnskólakennari í Öldutúnsskóla
  •  Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Drafnarsteini 
  •  Heimir Björnsson, framhaldsskólakennari í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði
  •  Simon Cramer, framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja
  •  Þórunn Sif Böðvarsdóttir, grunnskólakennari við Laugalækjaskóla

Frambjóðendur munu á næstunni kynna sig og stefnumál sín. Framboðsfundur með öllum frambjóðendum verður haldinn í Gerðubergi að kvöldi mánudagsins 4. desember næstkomandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert