Vilja gæsluvarðhald vegna vændismáls

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ófeigur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi.

Að sögn Snorra Birgissonar rannsóknarlögreglumanns er beðið eftir niðurstöðu dómara hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í málinu.

Spurður hvort játning liggi fyrir segir hann lögregluna ekkert geta tjáð sig um það.

Um er að ræða sambýlisfólk á fertugsaldri. Þau eru bæði íslenskir ríkisborgarar en konan er af erlendum uppruna.

Lögreglan hefur engar upplýsingar um að þau hafi áður komið við sögu lögreglunnar.

Fólkið var yfirheyrt í gærkvöldi og svo fært fyrir dómara í hádeginu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert