Borgin kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

Tvær félagslegar íbúðir verða í þessu uppgerða húsi. Önnur hæðin …
Tvær félagslegar íbúðir verða í þessu uppgerða húsi. Önnur hæðin í húsinu var endurnýjuð og þriðja hæðin byggð ofan á húsið. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund.

Það er hærra en meðalkaupverð var að meðaltali í Seljahverfinu, Breiðholtinu og Grafarvogi á þriðja fjórðungi í ár. Til dæmis var kaupverðið að meðaltali 349 þúsund í Seljahverfinu á 3. fjórðungi, að því er fram kemur íæ umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fasteignasali sem ræddi við Morgunblaðið í trausti nafnleyndar sagði það vekja athygli hversu hátt fermetraverð borgin greiddi fyrir félagslegar íbúðir. Þá sagði hann greinileg merki um kólnun á fasteignamarkaði að undanförnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert