Snjóflóðavarnargarður stoppaði flóð

Siglufjörður að vetrarlagi.
Siglufjörður að vetrarlagi. mats.is

„Það er líklegt að þetta flóð hafi fallið aðfaranótt þriðjudags,“ segir Harpa Grímsdóttir, fagstjóri á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Snjóflóðavarnargarður við Siglufjörð varnaði því að snjóflóð ógnaði byggð í bænum í vikunni.

RÚV greindi fyrst frá flóðinu.

Harpa segir að varnargarðurinn hafi sinnt hlutverki sínu fullkomlega. Harpa segir að betur hafi komið í ljós í dag og í gær hversu stórt flóðið var en það féll sunnan við bæinn og kom úr Strengsgili. „Þetta var svolítið stórt flóð og reif með sér grjót og girðingu,“ segir hún.

Harpa metur það svo að flóðið hefði ógnað byggð ef ekki hefði verið fyrir snjóflóðavarnargarðinn. Hún segir að slest hafi upp með garðinum að sunnanverðu.

Þetta var ekki eina flóðið sem féll í óveðrinu í vikunni en „slatti“ af flóðum féll fyrri hluta líðandi viku, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Sum hafi flætt yfir vegi. Hún segir að flóðið á Siglufirði hafi verið það eina sem ógnað hefði getað byggð. „Þess vegna er óvissustig sett á – til að fylgjast vel með byggð,“ segir hún við mbl.is.

Mynd af vettvangi. Ummerki má sjá eftir flóðið, sem féll …
Mynd af vettvangi. Ummerki má sjá eftir flóðið, sem féll úr gili. Mynd/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert