Líða ekki þöggun um kynferðisáreitni

„Við, karlprestar og karldjáknar í þjóðkirkjunni, heitum því að gera allt sem við getum til að tryggja konum öryggi innan þjóðkirkjunnar og þar sem við höfum völd og áhrif. Þöggun um kynferðislega áreitni og valdbeitingu verður ekki liðin af okkar hálfu. Við munum tilkynna áreitni sem við verðum vitni að.“

Þannig hljómar yfirlýsing sem 50 karlprestar og djáknar innan þjóðkirkjunnar sendu frá sér í gær í framhaldi af umræðunni um kynferðislega áreitni í garð kvenna.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að að undirskriftalistinn hafi verið settur fram í lokuðum umræðuhópi presta, djákna og guðfræðinga á netinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert