Trúnaðargögn öllum opin vegna mistaka

Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings.
Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri Norðurþings. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Trúnaðarupplýsingar úr tölvukerfi grunnskólans á Húsavík, Borgarhólsskóla, voru öllum aðgengileg um tíma.

Mistökin urðu er hugbúnaðarfyrirtækið Advania uppfærði tölvukerfi skólans og gögnin voru flutt í ský, það er gagnageymslu á netinu. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í fyrradag.

Að sögn Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings, er málið litið alvarlegum augum og hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og lögreglu. Þó líti út fyrir að fáir hafi nýtt sér mistökin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert