Sarpur nýtur síaukinna vinsælda

Notkun sarps.is fer mjög vaxandi.
Notkun sarps.is fer mjög vaxandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Menningarsögulega gagnasafnið Sarpur, sem er á slóðinni sarpur.is á netinu, nýtur sífellt meiri vinsælda almennings og fræðimanna.

Þar er nú hægt að skoða yfir 1,24 milljónir aðfanga úr um 50 söfnum um land allt, forngripi, ljósmyndir, listaverk og margs konar upplýsingar. Fjórðungur allra heimsókna er frá samfélagsmiðlum, þar sem slóðum á gögn í safninu hefur verið deilt.

„Þetta sýnir að sífellt fleiri eru farnir að nota vefinn sér til afþreyingar,“ segir Vala Gunnarsdóttir, fagstjóri Sarps, í umfjöllun um vefinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert