Ný stjórn kynnir stjórnarsáttmálann — Beint

Stjórnarsáttmálinn kynntur. Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Stjórnarsáttmálinn kynntur. Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Vinstri hreyf­ing­in – grænt fram­boð kynna nýjan stjórnarsáttmála í Listasafni Íslands klukk­an 10 í Lista­safni Íslands. Mbl.is verður á staðnum og mun senda beint frá fundinum.

Ný ríkisstjórnin sem tekur við í dag undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur, verðandi forsætisráðherra, mun á fundinum kynna stjórnarsáttmálann sem undirritaður er af formönnum flokkanna þriggja.

Stjórnarsáttmálinn hlaut einróma samþykki á flokksráðsfundum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gær og var samþykktur með 75 atkvæðum gegn 15 á fundi flokksráðs Vinstri hreyfingarinnar — græns framboðs og þrír skiluðu auðu. 

 Lesa má ríkisstjórnarsáttmálann í heild seinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert