Myrkrið lýst upp á Hallgrímskirkju

Ljósainnsetningunni Lýstu upp myrkrið er ætlað að skapa víðtæka vitundarvakningu …
Ljósainnsetningunni Lýstu upp myrkrið er ætlað að skapa víðtæka vitundarvakningu meðal almennings á Íslandi um hvernig má með einföldum hætti láta ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota og dreifa boðskapnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir tilkomumikilli ljósainnsetningu undir slagorðinu Lýstu upp myrkrið á Hallgrímskirkju til að safna undirskriftum til stuðnings þolendum mannréttindabrota í dag. 

Ljósainnsetningunni Lýstu upp myrkrið er ætlað að skapa víðtæka vitundarvakningu meðal almennings á Íslandi um hvernig má með einföldum hætti láta ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota og dreifa boðskapnum. Samtökin skora á alla að lýsa upp myrkrið og grípa til aðgerða með undirskrift sinni á vefsíðunni www.amnesty.is. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mannréttindabrot þrífast í myrkri og gleymsku. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa í meira en hálfa öld kappkostað að lýsa upp myrka staði til að umheimurinn gleymi ekki þeim sem beittir eru órétti.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. Samtökin standa árlega á aðventunni fyrir herferð sem nefnist Bréf til bjargar lífi.  

mbl.is/Kristinn Magnússon

Almenningi er boðið á innsetninguna fram til 5. desember, milli klukkan 17 og 22. Þar gefst fólki kostur á að kynna sér mál tíu einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum og grípa til aðgerða vegna þeirra.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Nöfn allra þeirra sem skrifa undir áköllin tíu til viðkomandi stjórnvalda munu varpast á framhlið kirkjunnar og halda kertaloganum lifandi. Þannig láta þátttakendur ljós sitt skína á þolendur mannréttindabrota og þrýsta á um bjartari framtíð fyrir þessa einstaklinga og heiminn allan.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bréf til bjargar lífi er stærsti mannréttindaviðburður heims. Á hverju ári í kringum 10. desember, sem er alþjóðlegi mannréttindadagurinn, safnast milljónir bréfa, korta, sms-ákalla og undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að gera umbætur í mannréttindamálum

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Hallgrímskirkja lýst upp í myrkrinu.
Hallgrímskirkja lýst upp í myrkrinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert