Þrír koma til greina í starfið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæfnisnefndin sem lagði mat á þá 23 sem sóttust eftir því að taka við embætti ferðamálastjóra hefur skilað skýrslu til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamálamálaráðherra.

Þar eru þrír umsækjendur metnir best til þess fallnir að gegna starfinu. Búist er við að skipað verði í stöðuna í lok næstu viku.

Þetta kemur fram í svari frá skrifstofu ferðamála, í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, við fyrirspurn vefsíðunnar Turisti.is.

Skipunartími ferðamálastjóra er fimm ár og hefst hann 1. janúar. Búast má við því að verkefni nýs ferðamálastjóra muni breytast á  ráðningatímabilinu því í starfsauglýsingunni sagði að fyrirséð væri að skipan ferðamála tæki breytingum á næstu misserum.

Samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs fær ferðamálastjóri 925 þúsund krónur í mánaðarlaun auk 30 eininga á mánuði fyrir yfirvinnu,  að því er Turisti.is greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert