Óvenjulega bjart og þurrt

Skammdegi í miðborginni.
Skammdegi í miðborginni. mbl.is/​Hari

Það verður víða hvasst á landinu fram eftir degi, einkum þó suðaustanlands og einnig víða fyrir norðan í fyrstu að sögn Veðurstofu Íslands. Það lægir allhratt í dag og kvöld. Þá verður yfirleitt hægur vindur framan af degi á morgun, en fer að hvessa undir kvöld, fyrst suðvestan til.

Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings, að það sé fremur óvenjulegt að svona bjart og þurrt sé um landið vestanvert í vestanátt eins og raun beri vitni, en raki í lofti muni aukast eftir því sem á daginn líður og þá þykkni upp.

Annars komi skil upp að landinu seint á morgun og mun rigna úr þeim annað kvöld og sums staðar slydda á S- og V-landi. Hiti 1 til 6 stig. Þurrt í öðrum landshlutum og lengst af vægt frost.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert