Samfylkingin næststærsti flokkurinn

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Hari

Samfylkingin bætir við sig fimm prósentustigum í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup frá þingkosningunum fyrir rúmum mánuði síðan. Flokkurinn mælist með 17% fylgi en fékk 12,1% fylgi í kosningunum.

Þetta kom fram í útvarpsfréttum RÚV.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi, eða 24%, en flokkurinn var með 25,2% í kosningunum. 

Vinstri græn mælast með rúmlega 16% fylgi, sem er aðeins minna en í kosningunum.

Píratar og Framsóknarflokkurinn mælist með 10,4% fylgi og Viðreisn 7%.

Miðflokkurinn mælist með með tæplega 7% fylgi en var með tæp 11% í kosningunum. 

Flokkur fólksins mælist með 6,4% fylgi en aðrir flokkar með rúm 2%, þar af Björt framtíð með rúmt 1%.

5% tóku ekki afstöðu.

Skoðanakönnunin var gerð dagana 8. til 30. nóvember þegar stjórnarmyndunarviðræður VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins stóðu yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert