Sefur í bílakjallara Ráðhússins

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Heimilislaus karlmaður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Hann segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu við Lindargötu ekki eiga við sig.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hann sagði ekkert pláss á Lindargötu fyrir þá sem eru ekki að drekka og í eiturlyfjum.

Einnig sagði hann starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum. Sumir þeirra hafa fært honum ýmislegt, þar á meðal sæng og teppi. Tvívegis hefur verið keyrt á hann í kjallaranum.

Í frétt Stöðvar 2 kom fram að 349 manns séu heimilislausir í Reykjavík, samanborið við 179 fyrir fimm árum.  

Átján manns búa á tjaldstæðinu í Laugardal, samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert