Tendrað á jólatré Kópavogsbæjar

Stemningin var góð í Kópavogi og jólasveinn var að sjálfsögðu …
Stemningin var góð í Kópavogi og jólasveinn var að sjálfsögðu á staðnum. Ljósmynd/Aðsend

Tendrað var á jólatré Kópavogsbæjar á aðventuhátíð Kópavogs sem haldin var í dag. Fjölmenni var á útiskemmtun þar sem Skólahljómsveit Kópavogs lék, Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar flutti ávarp og tendraði á trénu, Villi og Sveppi skemmtu og jólasveinar stýrðu dansi í kringum jólatré.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.

Ljósmynd/Aðsend

Kynnir var Lalli töframaður. Útiskemmtunin fór fram á útivistarsvæði við menningarhús bæjarins. Á undan henni var boðið upp á dagskrá í Salnum, Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Ljósmynd/Aðsend

Á morgun verður jóladagskrá í Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafni.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert