Ný útilaug og viðbygging við Sundhöllina í Reykjavík var vígð í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði Sundhöllina formlega. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tók sér hressandi sundsprett í lauginni.
Útisvæðið, þar sem eru 25 metra laug, vaðlaug, tveir pottar og eimbað, er svo umlukt byggingum á alla vegu svo þar ætti að verða skjólgott.
Byggður var nýr búningsklefi kvenna og aðstaða fyrir fatlaða. Karlaklefinn sem fyrir er hefur verið lagfærður. Úr afgreiðslusalnum sést vel yfir laugarsvæðið en við suðurmörk þess eru bæði útilauar og eimbað.