Kalt veður í kortunum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Veðurhorfur næsta sólarhringinn gera ráð fyrir hægri norðlægri átt og dálitlum éljum norðan til á landinu en annars þurru.

Vindáttin gengur í norðaustan 8-13 metra á sekúndu á morgun með éljum Norðan- og Austanlands. Víða verður snjókoma eða él undir kvöld. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig á morgun en frostlaust syðst.

Horfur á miðvikudaginn kveða á um norðaustanátt, víða 10-15 m/s og snjókomu eða él, en úrkomulítið suðvestanlands eftir hádegi. Frost 1 til 8 stig.

Fimmtudagurinn hljóðar upp á norðan 13-20 m/s suðaustanlands og við austurströndina, annars talsvert hægari vindur. Él á Norðaustur- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert