Ölvaðir og dópaðir undir stýri

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för fjögurra ökumanna á rúmum einum og hálfum klukkutíma í nótt sem reyndust vera undir áhrifum vímuefna. Tveir voru þar að auki án ökuréttinda.

Sá fyrsti var stöðvaður klukkan 00:54, grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni blóðtöku. Næsti ökumaður var stöðvaður klukkan 01:27 grunaður um ölvun við akstur. Hann var látinn laus að lokinni blóðtöku. 

Klukkan 02:15 var ökumaður stöðvaður grunaður um fíkniefnaakstur en hann var látinn laus að lokinni blóðtöku. 

Sá síðasti var stöðvaður klukkan 02:28 en hann var stöðvaður við almennt umferðareftirlit. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni blóðtöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert