Hlaut höfuðáverka og er á gjörgæslu

Engin vitni hafa gefið sig fram vegna umferðarslyss sem átti sér stað á Bitru­hálsi á móts við Bæj­ar­háls mánu­dag­inn 4. des­em­ber. Keyrt var á gangandi vegfaranda og er hann á gjörgæslu.

Samkvæmt Ásgeiri Pétri Guðmundssyni lögreglufulltrúa hlaut maðurinn sem slasaðist höfuðáverka en hann er um þrítugt.

Hann segir að báðir mennirnir, ökumaðurinn og sá sem var gangandi, hafi verið á grænu ljósi. Bifreiðinni var ekið aust­ur Bæj­ar­háls og síðan beygt norður Bitru­háls með þess­um af­leiðing­um. Lögregla hefur rætt við ökumanninn.

Lög­regl­an biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slys­inu að hafa sam­band í síma 444-1000, en einnig má senda upp­lýs­ing­ar í tölvu­pósti á net­fangið sverr­ir.pall@lrh.is eða í einka­skila­boðum á Fés­bók­arsíðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert