Landverðir í hermannalitum

Landverðir í nýja einkennisklæðnaðinum við landvörslu í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Landverðir í nýja einkennisklæðnaðinum við landvörslu í þjóðgarðinum á Þingvöllum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Landverðir sem starfa á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum landsins eru komnir í nýjan og samræmdan einkennisfatnað. Það eru þægilegar og lagskiptar flíkur sem duga eiga við allar aðstæður árið um kring.

Gunnar Hilmarsson fatahönnuður sá um útfærsluna á þessum fatnaði, en haft var samráð við fjölda fólks og erlendar fyrirmyndir hafðar til hliðsjónar. Útgangspunkturinn var sá að ferðamenn sem á náttúruverndarsvæði koma gætu af einkennandi klæðnaði þekkt landverðina og leitað til þeirra um upplýsingar og aðstoð.

Útivistarfatnaðurinn nýi er úr vatnshrindandi efni og á brjóst jakka eru auðkenningar festar með frönskum rennilás, eins og slíkt er kallað. Eru landverðir þá annars vegar með skjaldarmerkið á vinstra brjósti á sinni flík og svo einkennismerki þess staðar sem þeir starfa á og á ermi enska orðið ranger – það er vörður.

Sjá umfjöllun um nýja einkennisklæðnað landvarða í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert