Vill ekki staðfesta höfuðbit

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglunni á Suðurnesjum hafa borist nokkrar ábendingar eftir að ráðist var á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Sigurður Hrafn Sigurðsson lögreglufulltrúi staðfestir í samtali við mbl.is að hluti rannsóknarinnar felist í því að fara yfir upptökur farþega sem tóku árásina upp á snjallsíma.

Víkurfréttir greina frá því að bílstjórinn hafi verið bitinn í höfuðið. 

Ég get ekki staðfest það. Eina sem ég get staðfest er að okkur hafa borist ábendingar og það er unnið úr þeim,“ segir Sigurður. Hann segir meiðsl strætóbílstjórans minni háttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert