Vindhviður geta farið í 45 metra á sekúndu

Hvasst verður á landinu næsta sólarhringinn, sérstaklega á Suðausturlandi og …
Hvasst verður á landinu næsta sólarhringinn, sérstaklega á Suðausturlandi og á Austfjörðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hvöss norðanátt verður á landinu næsta sólarhringinn, 10-18 metrar á sekúndu, en 18-25 metrar á sekúndu Suðaustanlands. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum og á Suðausturlandi. Vindhviður geta farið upp í allt að 40 metra á sekúndu á Austfjörðum og 45 metra á sekúndu á Suðausturlandi. Aðstæður til aksturs eru varasamar á þessum svæðum, sérílagi á fjallvegum.  

Annars verður úrkomulaust á landinu og lægir og birtir til Sunnan- og Vestanlands síðdegis. Áfram verður hvassviðri eða stormur og él fyrir austan. Veður fer kólnandi næsta sólarhringinn. 

Í athugasemd frá veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands kemur fram að búast megi við snörpum vindhviðum sunnan Vatnajökuls, undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert