4 Evrópuríki með 0% VSK á dagblöð

Ríkisstjórnin boðar breytingar.
Ríkisstjórnin boðar breytingar. mbl.is/​Hari

Í öðrum ríkjum Evrópu búa dagblöð almennt við hagstæðara skattaumhverfi en hér á landi. Þar er virðisaukaskattur 0% í fjórum ríkjum, meðal annars í Danmörku og Noregi, og mjög lágur í mörgum öðrum ríkjum.

Þá er einnig um beinan ríkisstyrk að ræða í sumum Evrópuríkjum. Í Danmörku nemur styrkurinn til að mynda 7,4 milljörðum íslenskra króna á ári.

Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt að áformað sé að breyta skattlagningu íslensks ritmáls og fjölmiðla hér á landi, en útfærsla þeirra breytinga liggur ekki fyrir, að því er fram kemur í umfjöllun um skattamál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert