Svifryksmengun mælist í borginni

Styrkur svifryks mældist yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum í höfuðborginni síðdegis í …
Styrkur svifryks mældist yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum í höfuðborginni síðdegis í dag. mbl.is/RAX

Styrkur svifryks mældist hár á götum borgarinnar í dag. Hálftímagildi svifryks mældist 140 míkrógrömm á rúmmetra við fasta mælistöð við Grensásveg klukkan 15:30 í dag. Ákveðið hefur verið að rykbinda Miklubraut og vestur Hringbraut svo og Grensásveg til að draga úr svifryki.

Sólarhrings heilsuverndarmörk fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra og búist er við að styrkur svifryks verði líklega yfir mörkunum í nágrenni við miklar umferðargötur. Vindur er hægur, kalt er í veðri og götur þurrar og litlar líkur á úrkomu. Næstu daga er búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu er þeim sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börnum bent á að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert