Útlit fyrir mikla fjölgun áfram

Íbúum í sveitarfélaginu Ölfusi hefur fjölgað um 106 á árinu.
Íbúum í sveitarfélaginu Ölfusi hefur fjölgað um 106 á árinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikil fjölgun er í þéttbýli á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu. Þannig hefur íbúum í Hveragerði fjölgað um 3% á árinu og íbúum í Ölfusi um 5,3 og munar þar mest um Þorlákshöfn.

Áður hefur komið fram að íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um 6,2% á einu ári.

Byggingaráform hafa verið samþykkt fyrir liðlega 100 íbúðir í Hveragerði að undanförnu og reiknað er með að 77 til viðbótar fái samþykki fyrir árslok en það er á svokölluðum Edensreit. Engar lausar lóðir eru eftir en til stendur að skipuleggja mannvirki með um 500 íbúðum á tveimur svæðum. Lítur því út fyrir áramhaldandi mikla fjölgun í Hveragerði á komandi árum, að því er fram kemur í umfjöllun um íbúaþróunina á Suðurlandi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert