45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.
Kannabisplöntur. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur.

Við þingfestingu málsins óskaði maðurinn eftir því að sér yrði ekki skipaður verjandi heldur viðurkenndi hann skýlaust þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru málsins.

Þótti dómara hæfileg refsing sem fyrr segir 45 daga skilorðsbundið fangelsi og var honum auk þess gert að greiða 87 þúsund krónur í sakarkostnað. Þá voru plönturnar og efnin gerð upptæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert