Átta fjölskyldur fengu styrk

Átta fjölskyldur langveikra barna fengu styrki frá góðgerðarfélaginu Bumbuloní í …
Átta fjölskyldur langveikra barna fengu styrki frá góðgerðarfélaginu Bumbuloní í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna.

Félag Ásdísar hefur aðallega selt tækifæriskort, jólakort og merkimiða með teikningum sem sonur hennar, Björgvin Arnar, teiknaði. Björgvin lést í ágúst 2013, þá aðeins 6 ára að aldri, úr sjaldgæfum sjúkdómi.

Í gær fengu átta fjölskyldur styrk en þetta var þriðja styrkveitingin frá því að félagið varð til. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur afhendinguna í Lindakirkju í Kópavogi, en sjá má umfjöllun um þetta mál í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert