Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

Thurmann-Moe setur áhrif litleysisþróunarinnar fram á sjónrænan hátt í bókinni …
Thurmann-Moe setur áhrif litleysisþróunarinnar fram á sjónrænan hátt í bókinni Lífið í lit.

Fáum dylst að undanfarna áratugi hafa fagrir litir og fjörlegar litasamsetningar í síauknum mæli vikið fyrir svörtum, hvítum og gráum tónum. Það er nánast sama hvert litið er, borgir og bæir hafa orðið litleysinu að bráð og klæðaburður mannanna sem og heimili þeirra eru meira og minna í sama stíl; svört, hvít og grá.

Norski litafræðingurinn Dagny Thurmann-Moe fjallar um þessa þróun og setur áhrif hennar fram á sjónrænan hátt í bókinni Lífið í lit, sem Björt bókaútgafa sendi nýlega frá sér í þýðingu Guðrúnar Láru Pétursdóttur.

Litleysið er alltumlykjandi, segir höfundurinn, sem hugsar bókina sem handbók eða nokkurs konar upphafsreit fyrir þá sem vilja gæða líf sitt og umhverfi lit að nýju og taka þátt í litabyltingu, sem Thurmann-Moe finnst löngu tímabær, að því er fram kemur í umfjöllun um málefni þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert