RÚV hefur frestað afborgunum af láni

RÚV skuldar mikla peninga.
RÚV skuldar mikla peninga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins.

RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Til samanburðar var tap á fyrri hluta ársins upp á 44,3 milljónir króna, að því er fram kemur í umfjöllun um fjárhagsvanda RÚV í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur RÚV að undanförnu að jafnaði aðeins greitt vexti af milljarða skuld við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Til að greiða niður lánið þurfi RÚV annaðhvort að fá 150-200 milljónir í viðbótarfjármagn á ári, eða að lengja í láninu. RÚV hefur staðið í samningaviðræðum við LSR í rúmt ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert