Aukin framlög til Gæslunnar

Heildarfjárheimildin til Landhelgisgæslunnar hækkar um 307,9 milljónir króna.
Heildarfjárheimildin til Landhelgisgæslunnar hækkar um 307,9 milljónir króna. mbl.is/Árni Sæberg

Áætlað er að veita rúma 4,3 milljarða króna til Landhelgisgæslu Íslands vegna málefna landhelginnar, samkvæmt fjárlögunum.

Heildarfjárheimildin til málaflokksins hækkar um 307,9 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum.

Helstu breytingarnar á fjárheimildum eru eftirtaldar:

  • Veitt er 100 m.kr. framlag til undirbúnings endurnýjunar þyrluflota Landhelgisgæslunnar sbr. markmið nr. 2 og aðgerð 1. Þrjár þyrlur eru í rekstri í dag, ein í eigu stofnunarinnar (TF-Líf) en TF-Gná og TF-Sýn eru leigðar.
  • Tímabundið 100 m.kr. framlag til Landhelgisgæslunnar, sem Alþingi veitti við afgreiðslu fjárlaga yfirstandandi árs, er gert varanlegt.
  • Fjárheimild málaflokksins er hækkuð um 243,3 m.kr. vegna aukins rekstrarumfangs Landhelgisgæslunnar sem fjármagnað er með sértekjum.
  • Framlag Landhelgisgæslunnar er lækkað um 35,4 m.kr. til að uppfylla aðhaldskröfu gildandi fjármálaáætlunar eftir að hluta útgjaldasvigrúms málefnasviðsins til nýrra verkefna hefur verið nýtt til að mæta hluta aðhaldskröfunnar.

Landhelgisgæsla Íslands sér um öll verkefni málaflokksins, en einnig Landhelgissjóður sem fjármagnar kaup eða leigu á skipum, loftförum eða öðrum tækjum til að sinna verkefnum Landhelgisgæslunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert