Minnast Klevis Sula

Klevis Sula.
Klevis Sula.

Minningarathöfn verður haldin í minningu Klevis Sula á sunnudaginn klukkan 17.00 við tjörnina í Reykjavík. Klevis lést 8. desember eftir að hafa verið stunginn með hníf á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins 3. desember.

Komum saman og sínum fjölskyldu hans alla okkar samúð, megi hann hvíla í friði,“ segir á Facebook-síðu vegna minningarstundarinnar.

Klevis ætlaði að hjálpa árásarmanninum á Austurvelli þegar hann var stunginn með þeim afleiðingum að hann lést fimm dögum síðar. Vinur Klevis var einnig stunginn en sár hans voru ekki lífshættuleg.

Fjár­söfn­un til styrkt­ar fjöl­skyldu Klevis er lokið. Fjöl­skylda Klevis ætl­ar að flytja jarðnesk­ar leif­ar hans heim til Alban­íu og jarðsetja hann þar. Gæsluvarðhald yfir árásarmanninum rennur út á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert