Saga öreigans er fortíð okkar allra

Hólmfríður ásamt barnabörnum sínum, Fríðu og Sverri, börnum Margrétar.
Hólmfríður ásamt barnabörnum sínum, Fríðu og Sverri, börnum Margrétar.

Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd.

Dótturdóttir hennar, Gullveig T. Sæmundsdóttir, saknar þess að hún segði aldrei „ég“ eða „mér finnst“. Þrátt fyrir þá annmarka þykir henni vænt um að saga ömmu hennar er nú endurútgefin, enda sé ótrúlega stutt síðan konur eins og hún voru uppi og mikilvægt að muna sögu þeirra.

„Oft var Hólmfríður svo hungruð að hana sveið að innan. Má segja að þarna liði hún bæði af hungri og kulda. Oft var hún barin og aldrei var talað til hennar hlýtt orð og aldrei fannst þeim hjónum hún vinna nóg.“ Þessi frásögn af atlæti níu ára stúlkubarns á ofanverðri nítjándu öld í íslenskri sveit er ekki sú nöturlegasta í endurminningum Hólmfríðar Margrétar Björnsdóttur Hjaltason, Tvennum tímum, eftir Elínborgu Lárusdóttur frá 1948.
Sjá samtal við Gullveigu Sæmundsdóttur um bókina Tvennir tímar í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert