„Það þarf lítið til að gleðja“

Jóladagmamma. Magný Þórarinsdóttir á Akranesi úti að labba og gleðjast …
Jóladagmamma. Magný Þórarinsdóttir á Akranesi úti að labba og gleðjast með Stúfana sína í kerru.

„Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“

Þetta segir Magný Þórarinsdóttir, dagmamma á Akranesi. Til hennar sást, klæddrar eins og jólasveinn, á gangi á aðventunni á Akranesi í fylgd fimm agnarsmárra jólasveina. „Öll börnin eru Stúfur, þau eru svo lítil, nema ég, sem er Leiðindaskjóða,“ segir Magný jólasveinadagmamma og hlær við.

„Ég er búin að vera dagmóðir í 23 ár. Ég er með fimm börn hjá mér. Þau byrja fyrir eins árs aldurinn en fara á leikskóla upp úr tveggja ára. Ég er með fjóra stráka og eina stelpu. Það er líf í tuskunum og þetta er alveg yndislegt starf, ég get ekki hugsað mér neitt annað,“ segir Magný.

Sjá viðtal við Magný Þórarinsdóttur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert