Fjárlagavinnan gengur vel

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“

Þetta segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna í fjárlagavinnunni. „Við ætlum að ljúka annarri umræðu með atkvæðagreiðslu á föstudaginn og þá verður þriðja umræðan á milli jóla og nýárs.

Spurður hvort einhver alvarlegur ágreiningur hafi komið upp í vinnunni segir Haraldur: „Það hefur auðvitað komið upp ýmislegt sem þarf núna að vinna úr á þeim örfáum klukkutímum sem fyrir hendi eru. Það er auðvitað ýmis ágreiningur á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Við leysum það ekki frekar en í fyrra.“

Vinnan gangi hins vegar vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert